Norrænar brýr um nám fullorðinna

Norræna ráðherranefndin og Norræna tengslanetið um nám fullorðinna bjóða til formennskuráðsstefnu Íslendinga Norrænar brýr um nám fullorðinna, í Reykjavík 10. og 11. júní 2014.

 

Ráðstefnan er liður í að beina athygli fullorðinsfræðsluaðila að umfjöllun ráðherranefndarinnar um  sjálfbæra norræna þróun.  Forsendur fyrir því að norræn velferð þróist á sjálfbæran hátt er að allir leggist á eitt, fræðsluaðilar, í opinberum eða einkarekstri, auk frjálsra félagasamtaka. Atvinnulíf og menntakerfi verða að leggja grunn að brúm fyrir þróun færni og þekkingar. 

Markhópur ráðstefnunnar eru eru fræðsluaðilar, yfirstjórnendur fræðslumála í löndunum, stjórnendur fræðslu hjá sveitarfélögum og lénum, norrænar stofnanir og tengslanet, regnhlífasamtök, aðilar atvinnulífsins og fag- og stéttarfélög, stjórnmálamenn, deildir Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir fullorðinsfræðslu og atvinnulíf. 

Ráðstefnan er fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni (NMR). Þátttaka er ókeypis að meðtöldum máltíðum. Þátttakendur greiða sjálfir kostnað við ferðir og gistingu. 

Nánar á www.nordvux.net