Mikilvægur áfangi í samstarfinu fólst í fundi hóps norrænna sérfræðinga, vísindamanna, og listamanna á Íslandi i maí til þess að skerpa á og betrumbæta verkefnið auk þess að finna nýjar og frumlegar leiðir og hugmyndir, sem nýta má í kennslunni. Hugmyndir og vinna hópsins verður undirstaða Biophiliu kennsluverkefnisins. Verkefnið mun svo þróast áfram í samstarfi við hvert svæði, þar sem það verður reynt og taka mið af áherslum og aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Í hópnum eru Sunleif Rasmussen, tónskáld í Færeyjum Anja Andersen, stjarneðlisfræðingur við Niels Bohr stofnunina í Danmörku; Pipaluk Jörgensen, leikskáld og leikstjóri frá Grænlandi; Cecilia Björck, doktor í heimspeki tónlistarmenntunar við Háskólann í Gautaborg; Esko Valtaoja, rithöfundur og prófessor í stjörnufræði við Háskólann í Turku; Alex Strömme prófessor í vísindamenntun við Háskólann í Þrándheimi; Guðrún Geirsdóttir, prófessor í menntunarfræðum við Háskóla Íslands, ásamt Björk Guðmundsdóttir.
Nánar...