Norrænt meistaranám

 
Háskólar og æðri menntastofnanir í norrænu löndunum eru hvattir til þess að taka sig saman, minnst þrjár stofnanir í þremur mismunandi löndum, og senda inn sameiginlegar tillögur um verkefni. Sérstaklega verður horft til samstarfáætlana við meðal annars atvinnulífið. Með samstarfi á völdum sviðum verður norrænum háskólum gert kleyft að koma á laggirnar hágæðanámsleiðum á alþjóðlegu sviði sem grundvallaðar eru á styrk Norðurlandanna. 
Frestur til þess að skila inn tillögum er til 20. apríl 2007. Þrjár tillögur verða valdar úr og tilkynnt verður um vinningshafa þann 15. júní 2007. Þær þrjár tillögurnar sem valdar verða munu fá allt að einni milljón danskra króna, jafnvirði 12 milljóna íslenskra króna til að þróa námsleiðir til meistaragráðu sem reiknað er með að hægt verði að hefja árið 2008.
Frekari upplýsingar veitir: Christian Möller, ráðgjafi, chm(ät)norden.org +45 33 96 03 54