Norrænt samstarf um rannsóknir á námi

 
Norræni rannsóknasjóðurinn, Nordforsk hefur tilnefnt Rannsóknamiðstöðina um nám í hóp  norrænna öndvegisrannsóknasetra ásamt miðstöðvum í Gautaborg, Osló og Tallin. Verkefnið sem hefst í byrjun næsta árs ber heitið NordLearn – Norræn miðstöð rannsókna um nám og miðlun. Markmiðið er að styrkja rannsóknir og vísindamiðaða framhaldsmenntun við miðstöðvarnar, sem beina sjónum að þeim áskorunum og tækifærum, sem blasa við námi studdu tækni og miðlun. Nordforsk hefur veitt á aðra milljón norskra króna (hátt í 20 milljónir íslenskra króna) til verkefnisins.
www.otuk.utu.fi/en