Norrænu samstarfi um Biophiliu kennsluverkefnið formlega hleypt af stokkunum

 

Fimmtudaginn 13. nóvember verður Biophilia kennsluverkefninu hleypt af stokkunum. Það er eitt af formennskuverkefnum Íslands í Norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári undir stjórn mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Samstarfsaðilar frá öllum fimm Norðurlöndunum auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands hittast á Íslandi til þess að taka fyrstu skrefin í þessu norræna samstarfsverkefni. Hvert landanna hefur skipað stýrihóp og tilgreint svæði þar sem Biophilia verður kennd á næsta ári. Verkefnið er til þriggja ára; árið 2014 fer í undirbúning, árið 2015 í framkvæmd á Norðurlöndunum og árið 2016 í mat og eftirfylgni. Svæðin eru eftirfarandi: Danmörk: Álaborg, Finnland: Grankulla/Kaunainen, Noregur: Strand sveitarfélag, Svíþjóð: Sundsvall, Álandseyjar: Mariehamn, Færeyjar: Þórshöfn, Grænland: Sisimiut

Stýrihóparnir eru þverfaglegir og í þeim eru fulltrúar skólayfirvalda svæðanna, menningarstofnana og háskóla-eða rannsóknarstofnana.
Nánar á íslensku