Norsk gæðaviðmið eiga að tryggja góða ráðgjöf um starfsferil

Í Noregi getur maður valið hvort maður vill ráðgjöf auglitis til auglitis í ráðgjafarmiðstöð eða nafnlaust á netinu

 
DialogWeb óskar Hæfnistofnun Noregs til hamingju með gæðaviðmiðin fyrir ráðgjöf við hæfniþróun og þakkar Ingjerd Espolin Gaarder fyrir góð og ítarlega svör. Hún er til vinstri á myndinni ásamt samstarfsfólki í deildinni fyrir ráðgjöf: Tonje Gravås, Marianne Almbakk, Gry Eilen Bakke og Line Wiktoria Engh. Mynd: Johny Vågenes, Hæfnistofnun Noregs. DialogWeb óskar Hæfnistofnun Noregs til hamingju með gæðaviðmiðin fyrir ráðgjöf við hæfniþróun og þakkar Ingjerd Espolin Gaarder fyrir góð og ítarlega svör. Hún er til vinstri á myndinni ásamt samstarfsfólki í deildinni fyrir ráðgjöf: Tonje Gravås, Marianne Almbakk, Gry Eilen Bakke og Line Wiktoria Engh. Mynd: Johny Vågenes, Hæfnistofnun Noregs.

Fyrir þann sem hefur misst vinnuna eða er í leyfi vegna kórónuveirunnar, getur verið afar gagnlegt að sækja sér ráðgjöf til þess að komast áfram í nýtt starf eða nám. Í Noregi getur maður valið hvort maður vill sækja ráðgjöfina auglitis til auglitis á ráðgjafarmiðstöð eða nafnlaust á netinu. Um báða möguleika gildir að yfirvöld vinna að því að ráðgjöfin sé góð og siðferðilega rétt og aðgengileg fyrir alla á öllum aldri.

Í Hæfnistofnun Noregs hefur verið unnið hörðum höndum um árabil að þróun gæðaviða til aðstoðar og innblásturs fyrir þá sem sinna ráðgjöf og fyrir stjórnendur ráðgjafarþjónustu á öllum viðeigandi sviðum.

Mikilvæg fyrir samfélagið

Það er auðvelt að telja að ráðgjöf gagnist fyrst og fremst einstaklingum en er hún er einnig aðferð til þess að þróa samfélagið í heild?

- Já, ráðgjöf við hæfniþróun er mikilvæg aðferð til stuðla að heildrænni þróun samfélagsins, vegna þess að góð ráðgjöf getur leitt til minna brottfalls úr skólakerfinu, betra samræmis á milli tilboðs og eftirspurnar eftir hæfni á vinnumarkaði, betri inngildingar, að færri falli utan kerfis auk þess að fleiri læri allt lífið segir, Ingjerd Espolin Gaarder, starfandi deildarstjóri í deild fyrir ráðgjöf í Hæfnistofnun Noregs. Hún hefur haft yfirumsjón með þróun gæðaviðmiðanna.

Hvað er starfsferlisráðgjöf?

- Orðið starfsferilsráðgjöf getur virkað yfirdrifið fyrir suma. Hvernig skilgreinið þið hugtakið?

- Til eru mismunandi skilgreiningar bæði hér innanlands og alþjóðlegar. Verkefnið við að þróa norsk gæðaviðmið spannar vítt og nokkrar forsendur urðu að liggja til grundvallar. Sú skilgreining sem þegar lá fyrir var ekki talin vel til þess fallin og af þeim sökum tókum við saman eigin skilgreiningu á hugtakinu:

Markmið ráðgjafar við starfsferil er að auðvelda fólki að takast á við umskipti og til að taka þýðingarmiklar ákvarðanir tengdar menntun, námi og störfum allt lífið. Ráðgjöfin veitir tækifæri til að greina stöðu einstaklingsins, óskir og möguleika, styðja til aðgerða og samfélagslegrar virkni. Ráðgjöfin getur farið fram bæði í hópum, í raunheimum og á stafrænan hátt innan ramma mismunandi geira og stofnana. Starfsferilsráðgjöfin er veitt af hæfum aðilum og fer fram með ríkri siðgæðiskennd.

Brýnt er að gera sér grein fyrir að þessari skilgreiningu er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir aðrar skilgreiningar á starfsferilsráðgjöf. Allar skilgreiningar eiga þátt í að ramma inn og varpa ljósi á hvað starfsferilsráðgjöf er og til hver hún er ætluð.

- Gæði er annað svolítið erfitt orð. Geturðu sagt eitthvað um hvað „gæði starfsferilsráðgjafar“ er, gjarnan á einfaldan hátt?

- Segja má að gæði í starfsferilsráðgjöf fjalli um hvaða dýrmætir eiginleikar verða að felast í ráðgjafarþjónustunni, hún verður að uppfylla væntingar og þarfir sem tengjast henni. Lesa má nánar um þetta á heimasíðunni okkar hér.

Grundvallast á faglegum forsendum

Norsku gæðaviðmiðin eru vandlega unninn og grundvallast á faglegum forsendum þvert á geira. Ráðgjafar, yfirvöld bæði ríkisins og fylkjanna sem og menntastofnanir á sviði ráðgjafar hafa komið að öllu þróunarferlinu eins og lesa má á síðu Hæfnistofnunar Noregs, sem ber þverfaglega ábyrgð á ráðgjöf um þróun starfsferils í Noregi.

Aukin nýting ráðgjafar við starferil

- Pólitíska markmiðið er að auka aðgengi að opinberri ráðgjafarþjónustu fyrir ungt fólk og fullorðna á öllum skeiðum lífsins. Hafið þið sett ykkur töluleg markmið um hve margir eiga að nýta sér ráðgjafarþjónustu er varðar stuðning við hæfniþróun í framtíðinni?

- Við höfum ekki völd til þess að setja töluleg markmið fyrir ráðgjöfina á öllum sviðum, hjá Norsku Vinnumálastofnuninni , í skólunum, í háskólunum, og svo framvegis. Hvað varðar stafræna ráðgjafarþjónustu Hæfnistofnunarinnar í Noregi, karriereveiledning.no, sem fór í loftið um mánaðarmótin ágúst-september, þá verðum við fyrst að afla okkur reynslu af þjónustunni og þörfum og viðbrögðum notenda. Hins vegar getum við sagt frá því að endurgjöf notendanna fram að þessu hefur verið afar jákvæð og að notendum fjölgar jafnt og þétt, og eru nú um það bil 150 á dag. Við væntum þess að þeim fjölgi enn.

Gæðatryggð og fagleg

- Hvernig munu gæðaviðmiðin koma hverjum notenda til góða?

- Gæðaviðmiðin eiga að miða að því að allir sem standa fyrir ráðgjöf sem kostuð er af opinberum aðilum, þvert á geira, veiti þjónustu af miklum gæðum. Viðmiðin eru því ætluð bæði ráðgjöfum, kennurum, eigendum ráðgjafarþjónustusetra. Gæðaviðmiðin munu því þannig gagnast notandanum á óbeinan hátt í gegnum að njóta þjónustu sem er fagleg, gæðatryggð og efni þjónustunnar er í samræmi við þarfir viðkomandi.

Mikil gæði

- Þið segið „óháð hvar og hvernig starfsferilsráðgjöfin er veitt“, er markmiðið að þjónustan sé af miklum gæðum“. Hvers vegna eru mikil gæði svona mikilvæg?

- Mikil gæði eru mikilvæg til þess að tryggja ávinninginn af ráðgjöfinni fyrir bæði einstaklingana og samfélagið. Ef gæðin eru lítil, er hætt við að fólk fái ekki þá ráðgjöf eða upplýsingar sem það þarfnast til þess að halda áfram bæði hvað varðar val á menntun og störfum eins til þess að finna lausnir sem henta bæði þess þörfum og samfélagsins.

Engin uppskrift

- Veita gæðaviðmiðin nokkurskonar uppskrift fyrir góða starfsferilsráðgjöf, þannig að ráðgjafar geti flett upp og fundið svör við þeim áskorunum sem við þeim blasa?

- Nei, frelsi til að velja aðferðir er ein af forsendum gæðaviðmiðanna. Gæðaviðmiðin leggja fagleg og siðferðileg viðmið fyrir þjónustuna, meðal annars með mótun hæfniviðmiða fyrir ráðgjafa, vinnureglur er varða siðgæði og stuðning við að leggja góðan grunn að námi um starfsferil hjá þjónustuaðilunum.

Einstök

- Eiga gæðaviðmiðin engan sinn líkan annarsstaðar á Norðurlöndunum, eða hefur gagnast ykkur að skoða sambærileg viðmið annarra þjóða?

- Heildstæð gæðaviðmið þjóðar, eru eftir því sem okkur er kunnugt um einstök, ekki aðeins í Noregi heldur einnig öðrum þjóðum Norðurlanda og annarsstaðar í Evrópu. En það hefur reynst okkur afar gagnlegt að skoða mismunandi viðmið, vinnureglur og gæðatryggingagangverk bæði á Norðurlöndunum og um allan heim.

Sjö hæfnisvið

kompetanseomrader-modell-kompetanse-norge-2.jpg
Módelið sýnir sjö svið hæfniþróunar fyrir ráðgjöf um starfsferil sem lýst er í Gæðaviðmiðunum.
Mynd: Hæfnistofnun Noregs

- Hæfniviðmið eru mikilvægur hluti gæðaviðmiðanna. Geturðu gefið okkur nokkur stikkorð um það sem liggur í hæfniviðmiðunum?

Tilgangur hæfniviðmiðanna er að veita yfirlit yfir hvaða hæfni þeir sem koma að ráðgjöf um nám og störf þurfa að búa yfir til þess að geta sinnt hlutverki sínu þannig að gæði þjónustunnar verði meiri. Hæfniviðmiðin ná til sjö hæfnisviða, auk þess að lýsa verksviðum ráðgjafa um hæfniþróun og hæfniþrepunum. Sviðin sjö eru: Ráðgjafaferli og tengsl, Siðfræði, Nám um störf, Menntun og störf, Fræðikenningar um starfsferil og aðferðir, Markhópar og samhengi og Þróun, net og kerfisvinna.

Meistaragráða í starfsferilsráðgjöf

- Er til menntun sem nær yfir öll hæfnisviðin?

- Óvíst er talið að hve miklu leiti hægt er að fara vel og vandlega yfir þetta á einni námsbraut, þrátt fyrir að öll þemun komi fyrir á einn eða anna hátt í meistaranámi í ráðgjöf um nám og störf við Háskólann í Suðaustur-Noregi, Háskólann í Innlandinu. Reynsla af atvinnulífinu er jafnframt mikilvæg uppspretta hæfni fyrir þá sem sinna ráðgjöf um nám og störf.

Starfsferlisnám

- Gæðaviðmiðin fjalla mikið um hæfni í öllu er lítur að starfsferli. Er það eitthvað sem hver einstaklingur verður að búa yfir til þess að hafa gagn af ráðgjöfinni?

- Nei, starfsferilsfærni er sú hæfni sem íbúar þarfnast til þess að geta tekist á við lífið, nám og umskipti á leiðinni í gegnum alla lífsleiðina. Starfsferilsfærni er þess vegna markmið árangurs af ráðgjöfinni. Ráðgjöfin á að leiða til betri starfsferilsfærni í gegnum starfsferilsnám.

- Hvaða þýðingu hafa vinnureglurnar um siðgæði fyrir þann sem sækir ráðgjöf um starfsferil?

- Þær tryggja þeim sem sækir ráðgjöfina að þeir sem koma að ráðgjöfinni veiti leiðsögn á siðferðislega réttan hátt. Hvað felst í þessu, kemur skýrt fram í siðgæðisaðgerðunum, sem eru líka hluti af Siðfræðihluta gæðaviðmiðanna. Hér er krækja í siðgæðisaðgerðirnar..

Líka um gæðatryggingu

- Innleiðing heimasíðunnar með Gæðaviðmiðunum er mikilvægur áfangi, en Hæfnistofnun Noregs hefur ekki lokið verkefninu. Hvað er næst?

- Við erum enn að vinna að fjórða hluta gæðaviðmiðanna, gæðatryggingu. Við þurfum einnig að þróa vefsíðuna þar sem gæðaviðmiðin eru kynnt. Samhliða þurfum við að vinna á mismunandi hátt að því að innleiða gæðaviðmiðin í ráðgjafarþjónustuna á vegum hins opinbera. Þetta er vinna sem við reiknum með að muni halda áfram um langt skeið.

Gagnlega heimasíður

Hér má finna gæðaviðmiðin

Rafræn starfsferilsráðgjöf

Um gæði starfsferilsráðgjafar

Siðgæðisaðgerðir