Norska sem lifandi tungumál

 
Norska tungumálið er undir álagi, ekki síst vegna þróunar í fjölmiðlun. Þess vegna mun menningarmálaráðherra, Trond Giske, leggja fram skýrslu om ástand norskunnar í lok apríl.
Eitt af því sem skýrslan tekur á, er viðhald og verndun fullgilds norsks orðaforða sem tengist atvinnulífi og háskólaumhverfinu, tveimur sviðum sem hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá ensku.  Giske mun ekki leggja til að enska verði þvinguð út úr málumhverfi þessara tveggja sviða en sjá til þess að í norsku tungumáli myndist ekki orðaforðagap. Ráðherrann er líka upptekinn af því að tungumál er mikilvægur samnefnari menningar og það að hafa norsku á valdi sínu, að geta lesið, skrifað og tjáð sig á tungumálinu er ef til vill mikilvægasti grunnurinn að því að geta tekið þátt í lýðræðislegu samfélagi og um leið að vera fær um að hafa áhrif og vald á stöðu sinni í því.