Norðurlandaþjóðirnar fjölmenningarlegar, alþjóðlegar og fjölfróðar

 

Á sviði mennta og vísinda verður m.a. leitast við finna og upplýsa um árangursríkt norrænt starf sem stuðlar að menningarlegri fjölbreytni og betri tækifærum fyrir innflytjendur til þess að mennta sig. Þá er einnig stefnt að því að styrkja fjölmenningarlega færni kennara og þróa námsaðstæður. 
Í ljósi þess að menntaáætlunin Nordplus er metin og skipulögð á þriggja ára fresti verður áhersla á þessu ári einkum lögð á hreyfanleika, tungumálakunnáttu og norræna sjálfssemd. Ráðstefna um þessi þemu verður haldin í maí.

Nánari upplýsingar um formennskuáætlun Finna: Minedu.fi og Formin.finland.fi