Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2009

 
Niðurstöður sýna að tölvur eru á 92% íslenskra heimila og 90% eru með nettengingu. Nær öll nettengd heimili eru með háhraðatengingu, eða 97%. Tölvu- og netnotkun er mjög almenn en 93% landsmanna á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu og netið síðustu þrjá mánuði fyrir rannsóknina. Níu af hverjum tíu netnotendum senda tölvupóst og 78% lesa vefútgáfur dagblaða eða tímarita. Nærri helmingur aðspurðra af báðum kynjum nota netnið til þess að finna upplýsingar um menntun og 10 % karla taka þátt í námskeiðum á netinu en 11 % kvenna. Það vekur athygli að tiltölulega lítill munur er á þátttöku í námskeiðum á netinu eftir aldurshópum, 10 % kvenna og 11 % karla á aldrinum 25 – 54 segist taka þátt í námskeiðum en fyrir aldurshópinn 55 -74 ára eru tölurnar 7 % fyrir konur og 8 % karla.
Nánar á https://hagstofa.is/lisalib/getfile.aspx?ItemID=10022