Nærri lætur að þriðji hver Dani taki þátt í endur- eða símenntun

 
Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins hefur þátttaka Dana í ævinámi vaxið úr 19,4 % árið 2000 í 29,2% árið 2007 og Danir skipa þar með annað sæti á listanum, aðeins Svíar eru ofar og báðar þjóðir nálgast markmiðin sem sett voru af ESB. Ýmislegt veldur: Nýlegar umbætur á VEU, sem meðal annars lagði grunn að –diplóma og mastersmenntun og annarri æðri menntun. Aukin fjárframlög til endur- og símenntunar innan greina sem fyrir voru, veita betri forsendur fyrir núverandi námsleiðir sem og nýjar. Tölur ESB ná einnig yfir þátttöku í alþýðufræðslu eins og kvöldskóla, lýðskóla og alþýðuháskóla. Ekki eru allir aðilar sammála um túlkun á niðurstöðunum, m.a. hafa DFS, Samtök alþýðufræðsluaðila í Danmörku lagt fram efasemdir um samanburðinn.
Nánari upplýsingar á heimasíður:
Danska menntamálaráðuneytisins.
Og á heimasíðu Samtaka alþýðufræðsluaðila í Danmörku