Horft til framtíðar - málstofa um fjarkennslu/fjarnám og framtíð
Á vegum fjarkennsluhóps NVL verður haldin áhugaverð ráðstefna þann 22. sept. í Espoo, Hanaholmen, Finnlandi. Ráðstefnan er einkum ætluð kennurum/leiðbeinendum í sí- og endurmenntun, fræðslustjórum fyrirtækja, stjórnendum og verkefnastjórum í fræðslumálum og öðrum áhugasömum um menntun og fræðslumál frá Norðurlöndunum.
Fullorðinsfræðsla - kennslufræði nýrra tíma
– námskeið í tveimur lotum
Lota 1, 16.-19. september, Finnlandi. Kennarinn sem verkstjóri í verkefnamiðaðri stofnun.
Lota 2, 21.-24. október, Danmörku: Kennarinn á „sviðinu“.
Námskeið um lýðræði og virka borgaralega þátttöku
Dags. 2.- 4. október 2008
Staður: Lýðháskólinn í Östra Grevie, Vellinge.
Námskeiðið hentar þátttakendum sem daglega vinna að lausn mála sem um leið eiga þátt í því að efla og auka skilning á lýðræði.
www.nordvux.net