Næstum 23 milljónir sænskra króna, til Evrópuverkefna um starfsmenntun

 
Tíu sænsk þróunarverkefni um starfsmenntun hafa fengið úthlutað samtals 22.707.00 SEK, sem jafngildir tæplega 350 milljónum íslenskra króna, frá Leonardo da Vinci, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
– Þessum verkefnum er ætlað að eiga þátt í þróun starfsmenntunar í Evrópu, segir Ulf Melin, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofunnar sem ber ábyrgð á Leonardó verkefnum í Svíþjóð. 
Markmið með þróunarverkefnum Leonardo da Vinci er að auka gæði starfsmenntunar í Evrópu með því að vinna úr og þróa verkefni sem góð reynsla er af. Verkefnin á síðan að innleiða í starfsmenntun eða atvinnulífið á landsvísu, á ákveðnum svæðum eða innan ákveðinna atvinnugreina.
Frekari upplýsingar um verkefnin veitir: Marianne Feldt, verkefnastjóri
marianne.feldt(ät)programkontoret.se