Tíu sænsk þróunarverkefni um starfsmenntun hafa fengið úthlutað samtals 22.707.00 SEK, sem jafngildir tæplega 350 milljónum íslenskra króna, frá Leonardo da Vinci, starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins.
– Þessum verkefnum er ætlað að eiga þátt í þróun starfsmenntunar í Evrópu, segir Ulf Melin, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofunnar sem ber ábyrgð á Leonardó verkefnum í Svíþjóð.
Markmið með þróunarverkefnum Leonardo da Vinci er að auka gæði starfsmenntunar í Evrópu með því að vinna úr og þróa verkefni sem góð reynsla er af. Verkefnin á síðan að innleiða í starfsmenntun eða atvinnulífið á landsvísu, á ákveðnum svæðum eða innan ákveðinna atvinnugreina.
Frekari upplýsingar um verkefnin veitir: Marianne Feldt, verkefnastjóri
marianne.feldt(ät)programkontoret.se