Nú snýst allt um að læra alla ævi

Norska stefnuráðið um hæfni hefur nú starfað í eitt ár. Tillögur varðandi nýja áætlun um hæfnisumbætur, undir heitinu “Að læra alla ævi”, er mikilvægt verkefni fyrir ráðið.

 
- Markmiðið með hinni nýju hæfnisáætlun “Að læra alla ævi” er að enginn verði settur til hliðar, segir Morten Rosenkvist forstjóri í Menntamálaráðuneytinu (Kunnskapsdepartementet). Ljósmynd: Marte Garmann. - Markmiðið með hinni nýju hæfnisáætlun “Að læra alla ævi” er að enginn verði settur til hliðar, segir Morten Rosenkvist forstjóri í Menntamálaráðuneytinu (Kunnskapsdepartementet). Ljósmynd: Marte Garmann.

Stefnuráðið er sett á laggirnar til að framfylgja norsku heildarstefnumörkuninni um hæfni. Ráðið getur sýnt fram á margs konar árangur, sem verkefni til að skapa sveigjanleg tilboð um framhaldsmenntun í stafrænni færni. 

Ennfremur er auglýstir eftir umsóknum um styrki í 10 miljón króna fjárframlag til tilraunaverkefnis varðandi fagmenntun á vinnustöðum, í gegnum styrkjakerfið Kompetansepluss. Kompetansepluss er styrkjakerfi fyrir námskeið í atvinnulífinu. Margir vinnuhópar eru þegar teknir til starfa og nokkrum greinargerðum hefur þegar verið skilað.

Enginn skal settur til hliðar

– Markmiðið með hæfnisumbótaáætluninni “Að læra alla ævi” er að enginn verði settur til hliðar, og að fleiri geti haldið út lengur í vinnu. Ríkisstjórnin mun leggja fram ályktun í Stórþinginu vorið 2020, en byrjar vinnu með hæfnisumbótaáætlunina “Að læra alla ævi” með framlagi í fjárlagatillögunni fyrir 2019, upp á um það bil 130 miljónir norskra króna, segir Morten Rosenkvist forstjóri í Menntamálaráðuneytinu í samtali við DialogWeb. 

– Tæknivæðingin leiðir til þess að mörg störf hverfa, og að ný verkefni sem krefjast annars konar hæfni koma í staðinn. Á sama tíma fækkar störfum þar sem farið er fram á litla eða enga formlega hæfni. Hámenntað starfsfólk upplifir líka breytingar sem krefjast faglegrar viðbótarmenntunar, heldur Rosenkvist áfram. 

Hvatning

Hvaða hlutverki gegnir Norska stefnuráðið um hæfni í hæfnipólitíkinni? 

– Samkvæmt umboði sínu á Stefnuráðið að vera hvati til þess að framfylgja stefnumörkuninni, það á að veita ráð varðani hæfnipólitísk málefni. Ráðið hefur sett í gang mörg verkefni, m.a. hefur stofnunin Kompetanse Norge skoðað hvernig mismunandi aðilar stuðla að virkum markaði fyrir fullorðinsfræðslu, segir Rosenkvist og heldur áfram:

– Aðilar vinnumarkaðarins, Virke, NHO, LO og YS hafa unnið að módeli og aðferð til að lýsa hæfni sem verður til í atvinnulífinu. Þá hefur vinnuhópur sem samanstendur af aðilum atvinnulífsins greint þarfir fyrir þróun hæfni tengda stafrænni þróun. 

Rosenkvist leggur áherslu á að Stefnuráðið er mikilvægur vettvangur þar sem meðlimir ráðsins geta sett fram málefni og tillögur til lausna. Hinar hæfnipólitísku áskoranir eru mjög flóknar. Það er mikill samhljómur í ráðinu um að til þess að leysa þær verða að vera til sameiginleg markmið og sameiginlegt átak. Stefnuráðið um hæfni gerir þetta mögulegt.  

Stafræn hæfni

Hver er forgangsröðunin í störfum ráðsins áfram?

– Allir meðlimir ráðsins gerðu grein fyrir ýmsum verkefnum sumarið 2017. Í framhaldi þessa ákvað ráðið að það skuli lögð áhersla á stafræna hæfni og gagnaöflun varðandi hæfni sem áunnin er í atvinnulífinu. Ráðherra mennta- og innflytjendamála, Jan Tore Sanner, sem stýrir ráðinu, hefir greint frá að það sé æskilegt að til komi stöðumat á næsta ári. Forgangsröðun framvegis mun ákvarðast af umræðum á febrúarfundi ráðsins, segir Rosenkvist. 

Áætlunin um landsvæðabreytingar verða á dagskrá á næsta fundi. Hvaða hlutverk hin nýju stjórnsýslusvæði muni leika í hæfnipólitíkinni? 

– Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu að fylkin munu fá ákveðnara hlutverk í hæfnipólitíkinni, segir Rosenkvist. Fleiri verkefni munu verða flutt til fylkjanna. Menntamálaráðuneytið ætlar einnig að gera greinargerð um það hvort fylkin skulu fá heildstætt ábyrgðarhlutverk við að framkvæma og styrkja nám ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára. 

Svæðisbundið átak

Það eru góð hæfnipólitísk verkefni í framkvæmd í landshlutunum í dag, til dæmis á Fjallasvæðinu í Norð-Austurdalnum er náin samvinna milli Svæðisráðsins, atvinnulífsins á svæðinu og Náms- og háskólamiðstöðvarinnar á Tynset. Þau vinna á glæsilegan hátt að því að útvega námstilboð og uppbyggingu hæfni, en það er skortur á hvatningu til að fá menntastofnanir virkari í því að starfrækja dreifða menntun. Mun eitthvað verða gert í því? 

– Í tengslum við ályktunina til Stórþingsins mun ríkisstjórnin meta það hvort menntakerfið sé nægjanlega vel í stakk búið til þess að geta boðið sveigjanlegt námstilboð. Ríkisstjórnin hefur meðal annars sett á laggirnar sérfræðinganefnd um fullorðinsfræðslu þar sem markmiðið er að rannsaka hvað þarfir fyrir fullorðinsfræðslu, sem ekki er mætt, séu til staðar í dag, og að hvaða leiti menntakerfið er í stakk búið til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir sveigjanleg tilboð um hæfniþróun, segir Morten Rosenkvist. 

Að byggja brú milli námsvettvanga

Framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtakanna (Voksenopplæringsforbundet) Gro Holstad er meðlimur í Stefnuráðinu um hæfni, sem fulltrúi fyrir vettvang frjálsra samtaka og námssamtaka. DialogWeb spurði hana hvað hún líti á sem sitt sérstaka hlutverk í ráðinu?

– Ég lít á það sem mitt hlutverk að minna á að nám fer einnig fram í samfélaginu, það fer líka fram utan hefðbundins námsvettvangs eins og menntakerfis og atvinnulífs. Fyrir suma eru námssamtökin vettvangur nýrra tækifæra. Fyrir aðra gefa þau tækifæri til framhaldsnáms í dreifbýli og fyrir enn aðra veita námssamtökin aðgengi að námi sem fólk leitar upp af eigin áhuga, segir Holstad og heldur áfram:

– Við þurfum að gæta þeirra sem enn eru ekki komin út í atvinnulífið eða þeirra sem hafa fallið út úr atvinnulífinu. Við megum ekki verða svo kerfisbundin að við sjáum ekki að það er til námsvettvangur sem getur verið viðbót við atvinnulífið og menntakerfið. Mitt hlutverk er að byggja bú milli þessara mismunandi námsvettvanga. 

MediaHandler (1).jpg   
Gro Holstad framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusamtakanna: Mín draumsýn er að frjálst nám verði í auknum mæli fellt inn í og gert að eðlilegum þætti í hæfnipólitíkinni. Ljósmynd: Torhild Slåtto

Þið skrifið á heimasíðu ykkar að Vofo hafi fengið sérstakt verkefni að vinna: Brýna til að fleiri finni hjá sér hvata til náms og byggi upp námsfærni í námi á frjálsum vettvangi. Hvað hafið þið gert til þessa? 

– Vofo vinnur með aðlögunarverkefni, þar sem markmiðið er að vinna gegn útilokun og fá fleiri einstaklinga inn í námsverkefni. Við höfum nú greint 20 verkefni í námssamtökunum til að finna út hvað hefur heppnast vel og hver viðmiðin til árangurs voru. Við ætlum síðan að miðla þessu áfram með svæðisbundnum námskeiðum og ráðstefnum, segir Holstad. 

Hvaða málefni í Stefnuráðinu um hæfni metur þú mikilvægust í starfinu framundan?

– Næsta málefni sem við ætlum að fjalla um er svæðaáætlunin. Áætlunin um hæfniumbætur verður einnig mjög mikilvæg, segir Holstad. 

Fjölbreyttari aðilar

Í Hæfnipólitísku stefnumótuninni segir að “Nám fer fram á mörgum vettvangi, í atvinnulífinu, í menntakerfinu, í frjálsum geira og annars staðar í samfélaginu.” 
Við spyrjum að lokum hvort Gro Holstad eigi sér draumsýn fyrir alla sem stunda nám í fullorðinsfræðslu í Noregi í dag, í ljósi hæfnipólitísku stefnumörkunarinnar og starfsemi ráðsins? 

– Ég vona að nám í lýðfrjálsum geira samfélagsins verði viðurkennt. Mín draumsýn er að þessi geiri verði í auknum mæli felldur inn sem eðlilegur hluti hæfnistefnunnar, að mismunandi vettvangur náms geti bætt hver annan og að við fáum aukna fjölbreytni aðila á sviði náms og menntunar, segir Holstad að lokum.

Upplýsingar

Stefnumörkun um hæfnipólitík í Noregi var hrundið af stað 3. febrúar 2017. Hún á að gilda á tímabilinu 2017 til 2021.

Markmið stefnumörkunarinnar: Stuðla að því að einstaklingar og fyrirtæki hafi hæfni sem gerir það að verkum að Noregur búi að samkeppnishæfu atvinnulífi, skilvirkum opinberum geira og að sem fæstir standi utan við atvinnulífið. 

Stefnuráðið um hæfni er sett á laggirnar til að fylgja eftir stefnumörkuninni.

Meðlimir í ráðinu: Ríkisstjórnin, aðilar vinnumarkaðarins, Fullorðinsfræðslusamtökin Vofo, einn fylkisráðsmaður, ásamt áheyrnarfulltrúa frá Samaþinginu. 

Stefnumörkun um hæfni hefur eftirfarandi áherslusvið:

1. Góða valkosti fyrir einstaklinga og samfélag
2. Nám í atvinnulífinu og vel nýtta hæfni
3. Styrkja hæfni fullorðinna sem hafa veik tengsl við atvinnulífið 

Lesið þessa grein til frekari upplýsinga um hæfniþarfir og framtíðarspá um hæfniþarfir