Nú verða til æfingaskólar fyrir kennaramenntun

Efla á gæði æfingakennslu með því að bjóða upp á hana í færri skólum. 40 milljónum sænskra króna verður ár hvert varið til þess að koma á laggirnar svokölluðum æfingaskólum. Menntun kennara var breytt árið 2011 til þess að bæta gæði námsins. Sænska ríkisstjórnin óskar nú eftir að leggja enn meiri áherslu á æfingakennslu í náminu, með því sem kallað er menntun á vinnustað. Nú dreifast kennaranemar á fjölda skóla. Það eru brestir í þessu skipulagi, meðal annars getur skort á leiðsögn og eftirfylgni.

 

- Æfingakennslan er lykilatriði í góðri kennaramenntun. Kennaranemar læra starfið í kennslustofunni, segir Jan Björklund, menntamálaráðherra.
Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að æfingaskólar muni verða innleiddir – skólar sem taka á móti mörgum nemum og að hver kennaranemi komi alltaf í sama skóla á meðan á námstímanum stendur. Með því að safna mörgum kennaranemum í sama skóla er hægt að byggja upp skipulag með fleiri góðum leiðbeinendum. Þá verður einnig auðveldara fyrir menntastofnanirnar að fylgja æfingakennslunni eftir. Fyrstu æfingaskólarnir hefja starfsemi á haustönn 2014.  

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/18279/a/232100