Nútímavæða alþýðufræðsluna

 

Danska ríkisstjórnin skipaði árið 2009, nefnd til þess að fjalla um málefni alþýðufræðslunnar.
Nefndin hefur greint umhverfi alþýðufræðslunnar og hvernig unnt er að efla samfélagslegt mikilvægi alþýðufræðslunnar. Nefndin hefur lokið störfum og gefið út skýrslu með 38 tilmælum  þar sem m.a. er fjallað um að:
• Endurnýjun laga um alþýðufræðsluna muni draga úr skrifræði og efla borgaralega virkni
• Efling tilrauna og þróun, til dæmis í átt að virkari þátttöku borgaranna og að koma á laggirnar þekkingarsetri alþýðufræðslunnar
• Stofna vettvang fyrir samræðu sem meðal annars er ætlað að styðja við staðbundna framkvæmd samkvæmt tillögum nefndarinnar
• Mikilvægi alþýðufræðslunnar liggi í tengslum við menntun, heilbrigði og aðlögun.

Þar að auki leggur nefndin til að samkeppnisaðstaða  með tilliti til fullorðinsfræðsluaðila og kvöldskóla verði jöfnuð auk þess sem samningar um samstarf við sveitarfélögin verði styrktir.
Meira:
Sækið skýrsluna á dönsku: Uvm.dk 
Og lesið meira: Uvm.dk | Dfs.dk