Ný aðalskrifstofa Global Platform

 
Ný aðalskrifstofa verkefnisins Global Platform, hefur verið opnuð á vegum Alþjóðlega samstarfsins í Kaupmannahöfn, þetta er í framhaldi af þróun nýrrar háskólaáætlunar með þátttöku þriggja Global Platform skrifstofa; á Indlandi, Austur-Afríku og El Salvador auk Þjálfunarmiðstöðvar Alþjóðlega samstarfsins i Tansaníu TCDC. Nýju aðalskrifstofunni í Kaupmannahöfn er ætlað að bera hitann og þungann af bæði stjórnskipulagi og kennslufræði þessara fræðslumiðstöðva auk þess að vinna að útbreiðslu Global Platform í heiminum.
Þetta er metnaðarfull tilraun til þess að yfirfæra hefðbundna danska alþýðufræðslu yfir í nýjan alþjóðlegan heim - „Hnattrænn Grundtvig“, segir framkvæmdastjóri Alþjóðlega samstarfsins um nýju aðalstöðvarnar og miðstöð á Norðurbrú í Kaupmannahöfn.
Frekari upplýsingar á slóðinni: www.dfs.dk/netavisen/navnestof/globalplatform-globalgrundtvig.aspx?umbNl=5571