Ný áform menntastofnana eftir stjórnarskipti

 
Enn er áform um að tengja námið í eina stofnun með sameiginlegum stjórnanda en skólarnir verða áfram reknir hver á sínum stað. Sjómannaskólinn verður áfram í Paamiut og  Uummannaq mun halda veiði- og vinnsluskólanum. Skipsstjórnarskólinn verður framvegis í Nuuk til þess að tryggja náið samstarf við sjávarútveginn. Þetta var hluti af kosningaloforði núverandi menntamálaráðherra, fulltrúa Siumut flokksins, tilgangurinn er að halda menntuninni dreifðri um allt landið til þess að stuðla að jafnari byggðaþróun.