Ný bók um námsnálgun fullorðinna

 

Í bókinni er þeim einstöku kringumstæðum lýst, sem gæta verður að þegar skapa á námsnálgun sem hæfir fullorðnum. Í bókinni lýsa fullorðnir einnig fullorðinsfræðslu,  forsendum fyrir og hvatningu til þess að taka þátt í námi þegar þess gerist þörf. Hún lýsir einnig grundvallareinkennum náms og hvað hvetur fullorðna og þá togstreitu sem nám getur valdið. Bókin lýsir hvernig unnt er að yfirfæra þekkingu, með öðrum orðum hvernig hægt er að nýta námið við raunveruleg störf.  Þá reynir á kennslufræðiþekkingu og færni þess sem leiðbeinir. 
Höfundur bókarinnar er Bjarne Wahlgren, prófessor í kennslufræði fullorðinna og stjórnanda danska þekkingarsetursins um færniþróun. (NCK)  Bókin heitir: Voksnes læreprocesser – Kompetenceudvikling i uddannelse og arbejde og það er Akademisk Forlag sem gefur hana út.

Nánar: www.akademisk.dk