Í skýrslunni er settfram ný framtíðarsýn fyrir starfsþróun kennara og skólastjórnenda með áherslu á kennaramenntun sem starfsævilanga menntun. Skilgreina þarf fjármagn og aðgengilegt og skilvirkt stoðkerfi fyrir þessa mikilvægu starfsemi. Lagt er til að ráðherra skipi samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda sem fylgir eftir tillögum fagráðsins.
Heimild: Menntamálaráðuneytið