Ný fræðslutilboð í Færeyjum

 
Námið er skipulagt sem diplómanám, 60 ECTS sem skiptast í sex sjálfstæða hluta. Skipulag þessarar símenntunar fyrir kennara miðast við það að þeir taki einn hluta á hverri önn sem hlutanám í þrjú ár. Innihald námsins er áhersla á rannsóknir og kenningar um lestur og ritun, námsörðuleika, sérkennslu og sálfræði.  
Mikil þörf er á þessari menntun sem miðar að því að nemendur með sérþarfir fái þá leiðsögn sem þeir þurfa, t.d. börn og unglingar með skrif- og lestrarörðugleika eða annars konar námsvanda. Skortur er kennurum með slíka sérþekkingu í flestum skólum í Færeyjum.  
Þá átti ráðherrann einnig frumkvæði að stuttri námleið um lesblindu sem hófst 1. ágúst s.l.  Námið tekur yfir 200 kennslustundir og það er í samstarfi við fullorðinsfræðsluna í Albertslund í Danmörku. Þátttakendur eru kennarar úr framhaldsskólum sem munu kenna fullorðnum sem haldnir eru lesblindu.
Með þessum nýju námsleiðum standa vonir til að bæta faglega og kennslufræðilegan undirstöðu þess að efla færni fólks í lestri til muna.