Ný hraðleið fyrir nýaðflutta leikskólakennara og kennara

Sænska ríkisstjórni hefur átt viðræður við aðila vinnumarkaðarins um hraðleið til starfa fyrir innflytjendur sem hafa menntun eða starfsreynslu sem skortur er á í Svíþjóð.

 
Nú hafa aðilar vinnumarkaðarins í samstarfi við viðeigandi yfirvöld komið á hraðleið fyrir kennara. Þetta er fjórða hraðleiðin sem er kynnt. Fyrir eru hraðleiðir fyrir matreiðslumenn, slátrara- og kjötiðnaðarmenn auk nokkur löggild störf á sviði heilbrigði og hjúkrunar. Von er á fleiri hraðleiðum. 
Hraðleið fyrir nýaðflutta kennara felur í sér ólíkar aðgerir sem hægt er að beita um leið og viðkomandi fær starfsþjálfun, starfstengda sænskukennslu og viðbótarmenntun. Boðið verður upp á hluta kennslunnar á arabísku til þess að hraða ferlinu við að geta hafið störf við kennslu.
Gripið er til þess að gera hraðleið fyrir kennara og leikskólakennara vegna þess að þeir eru meðal þeirra hópa sem vinnuveitendur upplýsa um skort á nýútskrifuðum einstaklingum. Þá hefur vinnumiðlunin staðfest að skortur á kennurum sé fyrirsjáanlegur á næstu árum og telur brýnt að nýta færni erlendra kennara og mæta þannig þörf vinnuveitenda sem eru í leit að starfsfólki.
Nánar