Ný lög um fullorðinsfræðslu?

 
- Sennilega er mesta nýjungin sem við leggjum til eru ný lög sem bjóða upp á meira eftirlit en jafnframt sameinaðan geira frjálsrar fræðslu sem stendur utan hins formlega skólakerfis en enn fremur rennur styrkari stoðum undir þessa tegund af fræðslu er haft eftir Audun Tron, formanni nefndarinnar. Samkvæmt áliti nefndarinnar eru fræðslusamtök á meðal þeirra aðila sem leggja sitt af mörkum við að ná markmiðum í bæði atvinnu- og þjóðlífinu bæði á öllum sviðum. Mikilvægasta forskot þeirra í samkeppninni er hve opin og aðgengileg þau eru fyrir fræðslu. Tækifæri fræðslusamtakana til þess að vera virk og sýnileg á mörgum sviðum samfélagsins eru fyrst og fremst fólgin í nánara samstarfi við opinbera aðila, bæði með því að hleypa þeim að og jafnframt því að þau grípi tækifærin sjálf. Til þess að fræðslusamtökin geti haldið mikilvægu hlutverki sínu og aðlagast þeim áskorunum sem framtíðin felur í skauti sér telur nefndin nauðsynlegt að skoða málin út frá nýju sjónarhorni og  grípa til annarra ráða til þess að greina bæði verkefni og ábyrgð.
Hægt er að nálgast skýrsluna.