Ný lög um fullorðinsfræðslu

 
Þekkingarráðuneytið í Noregi vill nú fella lögin úr gildi og setja í stað þeirra ný lög sem taka til náms utan formlega skólakerfisins. Frumvarpið var lagt fram þann 12. janúar og það verður til umsagnar til 23. febrúar.
Lögin eiga að setja skýrar reglur um starfsemi fræðslusambanda, sjálfstæðra fjarkennsluaðila og sumra einkaskóla. Ráðuneytið leggur til að yfirskrift laganna verði „Lög um nám utan formlega skólakerfisins“. En fagnar betri og greinilegri tillögu. Það er skoðun ráðuneytisins að ný lög muni veita fræðslusamböndum og sjálfstæðum fjarkennsluaðilum betri og nútímalegri ramma fyrir reksturinn. Samtímis munu ný lög auðvelda neytendum og stjórnvöldum að kynna sér framboð náms utan hins formlega skólakerfis,  einkum  í einkageiranum.
Meira (pdf)