Ný menntaleið á sviði matvælavinnslu hefur verið vel tekið

 

Gert er ráð fyrir 28 nemum í fyrsta hópnum og þegar umsóknarfresturinn rann út þann 14. júní sl. höfðu 43 umsóknir borist. Meðal umsækjanda eru bæði nýútskrifaðir nemendur úr grunnskóla og fullorðnir með viðeigandi starfreynslu. Grunnnámið veitir tækifæri til frekari menntunar, t.d. til þess að komast á samning sem nemi í matreiðslu, framreiðslu, bakstri og konditor. Það er sjómannaskólinn í Klakksvík og Iðnskólinn í Klakksvík sem standa í sameiningu að þróun þessara námsleiðar.
Mennta- og menningarmálaráðherra Helena Dam á Neystabø,  er ánægð með mikinn áhuga á nýju námsleiðinni og telur að samstarf skólanna í Klakksvík um þróun námsins, kennara, rýma og tækjabúnað verði fyrirmynd um nýsköpun fyrir aðra skóla. Það er von ráðherrans að námstilboðum á sviði starfsmenntunar verði fjölbreyttari t.d. með því að koma á fleiri námsleiðum á sviði skapandi greina og lista.

Nánar: www.mmr.fo