Menntunarstigið á landsbyggðinni er of lágt og því vill fræðslumiðstöðin Campus Kujalleq á Suður-Grænlandi breyta. Frá 7. ágúst verður boðið upp á nýja námsleið fyrir þjónustufulltrúa sem einkum er ætluð ófaglærðum. Tveggja ára starfsnám sem beinist að smásölu- og stjórnunarsviði, sem endurspeglast í innihaldi námsins.
Auk kennslu í grænlensku fá nemendur kennslu í breiðu úrvali af fræðilegum og starfsmiðuðum greinum. Meðal annars kaupmennsku, sölu/þjónustu, bankaþjónustu, skreytingum, sjónrænni markaðssetningu, skiltagerð og viðskiptafræðum. Langtíma markmið námsins er að hvetja nemendur til þess að halda áfram námi í verslunar- og skrifstofugreinum.