Ný tækni, græn umskipti og þær hröðu breytingar sem þeim fylgja er bargrunnur vinnu nýju nefndarinnar um færniþörf í Noregi. Nefndin á að meta þarfir menntakerfisins til þess að mæta færniþörfum samfélasins á komandi árum.
Sveinung Skule, framkvæmdastjóri stofnunar um æðri menntun og færni leiðir starf nefndarinnar. Í henni eru fræðimenn og fulltrúar miðlægra vinnuveitanda- og launþegasamtaka í Noregi.
Nefndin á að skila að minnsta kosti einni meginskýrslu á hverju ári. Annað markmið nefndarinnar er að leggja grunn að samræðum á milli ólíkra hagsmunaaðila um hvað þarf til að mæta þörfum samfélagsins hvað varðar hæfni.
Á fundinum átti nefndin meðal annars ræða:
- Mikil þörf verður fyrir akademíska færni til þess að geta tekist á við breytingar í hagkerfinu. Við verðum að kanna hvað við þurum hér og nú, en líka hverjar þarfirnar verða þegar til lengri tíma verður litið. Kórónufaraldurinn hefur sýnt okkur mikilvægi þess að hafa nauðsynlega færni til þess að geta tekist á við umfangsmiklar og skyndilegar áskoranir, segir Meling.
Nefnd um færniþarfir var fyrst skipuð 2017 og hefur nú þegar lagt fram þrjár skýrslur til menntamálaráðuneytisins.
Fagskóli á dagskránni
Nefndin hittist í annað skipti í ár, dagana 4. og 5. október. Á dagskránni voru meðal annars umræður um mikilvægustu drifkrafta færniþarfa. Þá var einnig rætt um fagskólageirann. Nefndin á að leggja fram áfangaskýrslu um fagskólana í júní 2022. Í tengslum við það mun Håkon Høst, rannsóknaprófessor við Norræna háskólastofnun um rannsóknir á nýsköpun, rannsóknum og menntun (Nordisk institutt for studier av innovasjon, forskning og utdanning, NIFU) halda erindi um fagskólageirann.
Nánari upplýsingar um nefndina her