Ný nefnd um raunfærnimat í háskólum

Ný nefnd um raunfærnimat í háskólum að frumkvæði matsskrifsstofu Háskóla Íslands hefur tekið til starfa.

 
Nefndin mun kanna tækifæri til raunfærnimats á háskólastigi og leggja fram tillögur um leiðir og aðferðir fyrir framkvæmd.
Í nefndinni eru fulltrúar frá háskólum á Íslandi og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þess má geta að tveir nefndarmanna eru virkir innan NVL. Þann 18. maí nk. mun NVL á Íslandi og sérfræðingahópur NVL um raunfærnimat standa fyrir viðburði í Norræna húsinu í Reykjavík.