Ný norræn heimasíða um aðlögun nýaðfluttra

Síðunni er ætlað að auðvelda starf þeirra sem vinna með aðlögun, bæði við að nálgast nýja þekkingu og fá innblástur um nýjar vinnuaðferðir.

 

– Við vonumst til þess að heimasíðan gagnist öllum sem koma að aðlögun innflytjenda á Norðurlöndunum. Þar kemur fram hvað flóttamönnum og innflytjendum finnst mikilvægast, þar eru listar yfir dæmi sem læra má af auk samantekta á niðurstöðum rannsókna. Okkur hefur reynst afar gagnlegt að miðla þekkingu á milli Norðurlandanna, segir Kristin Marklund sem stýrir norræna verkefninu um aðlögun.

Á heimasíðunni má finna yfirlit yfir nýlegar rannsóknir, fréttir og ráðstefnur um málefni innflytjenda auk upplýsinga um þá aðila sem vinna með aðlögun í hverju landi.  Við höfum einnig beðið flóttamenn að segja sögu sína og hvað hefur verið mikilvægast fyrir þá við að aðlaga sig nýju samfélagi og finna að þar sé annast um þá. Þá veitum við einnig greinahöfundum fræðimönnum sem fást við rannsóknir eða þá sem eru beinlínis að starfa við aðlögun tækifæri til að deila þekkingu sinni.

Slóðin á heimasíðuna