Ný norræn samstarfsáætlun

 

Norræna ráðherranefndin um menntun og rannsóknir (MR-U) hefur samþykkt nýja samstarfsáætlun: Gæði og mikilvægi menntunar og rannsókna  sem öðlast gildi 2015. Áætlunin á að skerpa og skýra áherslur og markmið samstarfsins sem sem er sprottið úr pólitískri stefnu landanna og Álandi, Færeyjum og Grænlandi. Áætlunin lýsir þeim þemum sem ráðherrarnir vilja beina sérstakri athygli að.  

Norrænt samstarf á sviði menntamála nær yfir allt sviðið frá leikskóla/forskóla, til grunnskóla, framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu auk háskóla. Markmiðið er að veita öllum tækifæri til náms og þroska ævilangt. Samstarfsáætlunin á að auðvelda færslu á milli námsstiganna og á milli menntunar og atvinnulífs, efla þróun og beitingu nýrra kennslu- og námsaðferða til dæmis með aukinni athygli á frumkvöðulshátt, sköpunargleði og nýsköpun og upplýsingatækni, sem og styrkja grunnleikni barna, unglinga og fullorðinna.   

Framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf um menntun og rannsóknir er að Norðurlöndin verði í fararbroddi á sviði þekkingar og velferðar.