Ný norræn skilgreining á starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna

Hvað er starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna og hvernig er staðið að henni á Norðurlöndunum?

 
Ný norræn skilgreining á rágjöf fyrir fullorðna Ný norræn skilgreining á rágjöf fyrir fullorðna

Norrænt net um ráðgjöf fyrir fullorðna hefur þróað skilgreininguna sem grundvöll fyrir frekara samtal ráðgjafa og stjórnmálamanna á Norðurlöndum. Brýnt er að beina sjónum að hvað felst í starfsferilsráðgjöf fyrir fullorðna og að hún sé aðgengileg á mismunandi stöðum í samfélaginu.

Skilgreiningin er bæði á dönsku og ensku og þar kemur fram að:

  • ”Starfsferilsráðgjöf styður fullorðna til að taka upplýstar og vel ígrundaðar ákvarðanir varðandi starfsferil og takast á við breytingar og umskipti tengd námi eða starfi.”
  • ”Career guidance for adults sets the prerequisites for conscious and meaningful choices in relation to career development and enables adults to handle transitions and changes in their lives.“

Þetta er byrjun nýrrar skilgreiningar á ráðgjöf fyrir fullorðna sem þróuð er af ráðgjafaneti NVL. Hér er hægt að lesa alla skilgreininguna(pdf).

Við endurskoðun á markmiðum um starfsemi netsins árið 2019 urðu aðilar í netinu sammála um þörf fyrir að sameinast um hvað fælist í starfsferilsráðgjöf. Skilningur aðila í netinu og í löndunum var mismunandi. Að ekki var til nein norræn skilgreining gerði vinnu netsins auk þess enn mikilvægari. Beina þyrfti sjónum að ráðgjöf fyrir fullorðna á vinnumarkaði vegna þess að náms- og starfsráðgjöf fyrir þá nær mun lengra en sú ráðgjöf sem veitt er í skólakerfinu.

Þar að auki kynntu norrænu forsætisráðherrarnir sameiginlega framtíðarsýn norræna samstarfsins þann 20. ágúst 2019. Í framtíðarsýninni kemur fra að stefnt er að því að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Vinnan við skilgreininguna á hugtakinu styður vinnu netsins í átt að framtíðarsýninni 2030.

Ráðgjöf veitir fullorðnum stuðning við ákvarðanir varðandi starf eða breytingar á starfi. Aukin gæði og betri samhæfing á þjónustu ráðgjafa leggur grunn að hæfniþróun og virkum vinnumörkuðum á Norðurlöndun og styður við vinnumarkað á tímum breytinga.

Hafðu samband. Ef þú hefur spurningar eða athugasemdir við skilgreininguna biðjum við þig vinsamlegast um að hafa samband við Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir
gigja@frae.is.