Ný ráðgjafarmiðstöð opnuð í Þórshöfn á Færeyjum

Í júlí 2019 var verkefninu um Ráðgjafarstofuna hrint af stað, ráðgjafarmiðstöð hugsuð og skipulögð sem hreyfiafl í samhæfingu og forgangsröðun óháðrar náms- og starfsráðgjafar fyrir fullorðna.

 
Vegleiðingarstovan i Thorshavn Vegleiðingarstovan i Thorshavn

Í júlí 2019 var verkefninu um Ráðgjafarstofuna hrint af stað, ráðgjafarmiðstöð hugsuð og skipulögð sem hreyfiafl í samhæfingu og forgangsröðun á óháð náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna, oft nefnd æviráðgjöf. Miðstöðin hefur komið á tengslum við aðrar stofnanir sem veita ráðgjöf um menntun, námspláss og raunfærnimat og er þverfagleg þjónusta í færeysku samfélagi um allt er varðar ráðgjöf og spurningar um æviferil.

Ráðgjafarmiðstöðin er í miðbæ höfuðborgarinnar á Færeyjum, en samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að ná einnig út til annarra landshluta hálfsmánaðarlega, á sérvöldum opinberum stöðum; bókasöfnum, skólum og öðrum miðlægum stöðum hjá sveitarfélögunum.

Kristianna Mortansdóttir, er með MA í náms- og starfsráðgjöf og stýrir Ráðgjafarmiðstöðinni í fullu starfi, ásamt tveimur öðrum samstarfsmönnum í hlutastarfi. Þar að auki er net ráðgjafa víðsvegar um eyjarnar sem hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum tengdum ráðgjöf, sem bæði veita faglega aðstoð í tengslum við ákveðin sérsvið og stig, en leika jafnframt mikilvægt hlutverk í samhæfingu á náms- og starfsráðgjöf á Færeyjum almennt og taka þátt í átakinu um fullorðinsráðgjöf um landið.

Í byrjun mun starf Ráðgjafarstofunnar helst felast í að koma á sambandi við mismunandi samfélagsgeira, skýra siðfræðileg undirstöðuatriði ráðgjafar, leggja grunn að rafrænum lausnum til að auðvelda aðgengi að ráðgjöf fyrir alla og samhæfingu af starfslýsingu ráðgjafa á mismunandi stigum og fleira. Ráðgjafarstofan er opin mánudaga og þriðjudaga frá 10-16, miðvikudaga kl. kl.10 til 18 og föstudaga kl. 10 til 14.