Ný reglugerð um starfsmenntun fullorðinna

Sænska ríkisstjórnin hefur samþykkt nýja reglugerð um úthlutun fjármagns til svæðisbundinnar starfsmenntunar sem taka á gildi 1. janúar 2017.

 

Samkvæmt nýju reglugerðinni verða að minnsta kosti þrjú sveitarfélög að standa saman að umsókn. Markmiðið er að efla svæðisbundið samstarf um starfsmenntun á framhaldsskólastigi svo hún mæti þörfum atvinnulífsins á svæðinu fyrir hæfni. Sænsku menntamálastofnuninni verður falið að móta reglur fyrir úthlutun þá mun stofnunin í samstarfi við svæðisbundin starfsgreinaráð sem eru til fyrir allar greinar ræða hverskonar samsetningu námskeiða mismunandi atvinnugeirar telja forsendu þess að hægt verði að mæta kröfum um færni. Hluta nemaplássa verður deilt á milli svæða sem bjóða upp á starfsmenntun samhliða byrjunarmenntun fyrir innflytjendur eða sænsku sem annað tungumál. Árið 2017 munu nálægt 22 þúsund nemapláss í svæðisbundnu starfsnámi á framhaldsskólastigi verða í boði.

Meira