Ný ríkisstjórn á Íslandi

Ný ríkisstjórn tók við völdum þann 11. janúar síðastliðinn eftir margra vikna samningaumleitanir.

 

Kristján Þór Júlíusson tók við af Illuga Gunnarssyni sem var mennta- og menningarmálaráðherra frá maí 2013. Hann hefur einnig verið skipaður samstarfsráðherra Norðurlanda.

Kristján Þór Júlíusson, hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2007. Árin 2007-2009 sat hann í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Kristján Þór var heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 – 11. janúar 2017.

Nánar