Þan 1. september síðastliðinn fóru fram kosningar á Færeyjum og þann 15. september tók ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmannsins Aksel V. Johannesen í hlutverki lögmanns við völdum. Nýr mennta- og menningarmálaráðherra er Rigmor Dam, sem einnig er jafnaðarmaður.
Í nýrri landsstjórn sitja fulltrúar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldisflokksins og Framsóknar. Menntun og rannsóknir njóta forgangs og í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um að byggja eigi á ævimenntun og ennfremur er náms- og starfsráðgjöf meðal þeirra sviða sem leggja skal áherslu á.