Ný ríkisstjórn leggur áherslu á menntamál

Lilja Alfreðsdóttir nýr menntamálaráðherra opnaði lokaráðstefnu í evrópska verkefninu GOAL sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, mennta- og menningarmálaráðuneytið og NVL stóðu fyrir þann 14. desember.

 

Í opnunarávarpi sínu sagði ráðherra að ný ríkisstjórn á Íslandi myndi leggja mikla áherslu á menntamál. „Við stöndum að mörgu leyti vel að vígi, Háskóli Íslands er í hópi 5% af bestu háskólum í heimi, en á því sviði sem þið starfið, fullorðinsfræðslu, getum við gert betur. Framundan er endurskoðun laga frá 2010 og í tengslum við það mótun stefnu fyrir náms- og starfsráðgjöf fyrir fullorðna.“ Í takt við að möguleikarnir á að þróa færni sína verða stöðugt fjölbreyttari, verður góð ráðgjöf stöðugt mikilvægari til að val og ákvarðanir verði sem bestar. Lilja hvatti þátttakendur á ráðstefnunni til þess að horfa til allra þeirra tækifæra sem standa fullorðnum  til boða, ekki síst í ljósi allrar þeirrar nýþróunar sem við búum við.

Nánar um GOAL verkefnið í Gátt 2017 og Gátt 2015

Umfjöllun um GOAL á vef NVL http://nvl.org/Content/Vi-skal-na-ut-til-dem-som-har-minst-lyst-pa-laering