Ný samantekt NVL um stefnumörkun um raunfærnimat á Norðurlöndum

Sérfræðinganetið um raunfærnimat hefur unnið samantekt um stefnumörkun um raunfærnimat. Markmiðið samantektarinnar er að varpa ljósi á þann árangur sem þegar hefur náðst á sviðinu og benda á hvar enn er þörf á að vinna að frekari þróun.

 

Vinna við raunfærnimat innan sérfræðinganetsins hefur einkennst af heildstæðum hugmyndum til að auka meðvitund um raunfærnimat. Netið hefur á undaförnum árum staðið fyrir fjölmörgum norrænum, lands- og staðbundnum ráðstefnum, námskeiðum og vinnustofum. 

Sérfræðinganetið hefur einnig útfært verkfæri sem varða gæði í raunfærnimati, hæfniprófíla matsaðila og viðmiðaramma sem hægt er að nota til þess að greina hvernig ákveðinni þjóð, sveitarfélagi eða atvinnugrein miðar í vinnunni við mótun heildstæðs kerfis fyrir raunfærnimat.   

Í samantektinni kemur fram hvernig þróun raunfærnimats á Norðurlöndum hefur verið á síðastliðnum tíu árum frá sjónarhóli netsins, en áhersla er lögð á ráðleggingar um hvar frekari þróunar er þörf. Bent er á að þörf er fyrir frekari þróun á tveimur sviðum; færniþjálfun matsaðila og auka athygli á samhæfingu og eftirfylgni við raunfærnimat. 

Nánari upplýsingar á íslensku er að finna hér.