Ný skólalög í gildi í Svíþjóð

 

Nýju lögin eru einföld, skýr og hæfa markvissum skóla sem megináherslan er á þekkingu. Lögin endurspegla skiptingu ábyrgðar á milli ríkisins og skólastjórnenda og skýrir verkefni sem stjórnendur og aðrir sem starfa í skólum eiga að leysa í valddreifðu kerfi. Stjórnendur bera ábyrgð á gæði menntunarinnar og jafngildingu.
Dæmi um nýungar sem lögin kveða á um eru menntaskólapróf á fyrstu árum menntaskólans. Fullorðnum sem leggja stund á nám í framhaldsskóla verður einnig fært að ljúka prófum. Þá verður réttur fullorðinna til þátttöku í fullorðinsfræðslu einnig aukinn  t.d. verður þeim sem ljúka framhaldsskólanum með fullnægjandi árangri án þess að hafa náð réttindum til þess að hefja nám við háskóla veitt tækifæri til þess að afla sér þeirra. 
 
Nánar: Skolverket.se