Ný skýrsla starfshóps um samþættingu menntunar og atvinnu

 

Hópnum var í júní 2011 falið að móta aðgerðaráætlun sem þættir saman áherslur í mennta- og atvinnustefnu stjórnvalda með tilliti til menntunarþarfar atvinnulífsins. Tilgangurinn er m.a. að auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi og þróa nýjar fjölbreyttar námsleiðir. Meðal þess sem hópurinn leggur til er:  Skilvirkari menntastefna,  efling samstarfs atvinnulífs og skóla og samráðs um þróun menntunar. Lagt er til að mennta- og menningarmálaráðuneytinu verði falið að hrinda tillögunum í framkvæmd í samráði við atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og velferðarráðuneytið.

Meira: www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7412