Ný stofnun endurspeglar Grænland nútímans

Í júní 2019 verður fyrsta lokaða fangelsið á Grænlandi tekið í notkun, þar á með sérstakri áherslu á endurhæfingu, að tryggja að fangar öðlist betri skilyrði, verði betur í stakk búnir til þess að takast á við lífið handa múrsins.

 
Nýja stofnunin í Nuuk – fallegasta útsýni í heimi fyrir þá sem hlotið hafa fangelsisdóm? Mynd: Fangelsismálastofnunin í Grænlandi Nýja stofnunin í Nuuk – fallegasta útsýni í heimi fyrir þá sem hlotið hafa fangelsisdóm? Mynd: Fangelsismálastofnunin í Grænlandi

Fram til þessa hafa sakamenn sem hljóta fangelsisdóm á Grænlandi afplánað dóminn í opnum stofnunum. Í júní opnar fyrsta lokaða stofnunin og af því tilefni heimsóttum við Tinu Dam sem stjórnar fangelsinu til viðtals um nýju stofnunina í Nuuk og vinnu stofnunarinnar við að móta fangana svo þeir geti snúið aftur út fyrir múra fangelsisins. 

Undurfagurt umhverfi á ekki að hafa áhrif á réttlætiskennd íbúanna 

Á leiðinni að nýju stofnuninni er ekki hjá því komist að verða bergnuminn af mikilfangleika grænlensks landslags. Nýja stofnunin er staðsett með útsýni yfir Nuuk fjörðinn, ísjakabreiðuna og Sermitsiaq fjallið – einkenni bæjarins, – sem blasir við með sínu sérstaka og afar einkennandi útliti. Fegurð náttúrunnar veldur því að erfitt er að ímynda sér að stofnunin eigi meðal annars að hýsa hættulegustu einstaklinga landsins. Utanfrá virðist staðsetning stofnunarinnar vera á einum fallegasta stað veraldar, en ekki er hægt að draga andstæðu fegurðarinnar og hins hörkulega í efa. Því þannig rís yfirbragð hins táknræna og fullkomlega veraldlega – sex metra háa fangelsismúrs úr landslaginu. Efist maður um raunverulegt hlutverk staðarins, þá hverfur sá efi eins og dögg fyrir sólu um leið og maður stendur andspænis múrnum.  

– Fyrir þann, sem á að afplána refsingu sína hér, getur staðsetningin verið bæði góð og slæm. Þeir munu geta horft yfir hafið – en á hinn bóginn getur það einmitt reynst þungbært, því það er ekki bara hægt að fara út í gönguferð eða á sjóinn. Enginn þarf að efast um – að það felst refsing í veru hér. Það á ekki að vanmeta réttlætiskenndina. Fórnarlömbin verða að finna að afbrotamaður taki út afleiðingar gjörða sinna. Samtímis getur maður velt fyrir sér hvort það er í lagi að senda þá sem hafa hlotið dóm fleiri þúsund kílómetra vegalengd, og þeir verði að afplána í ókunnugri menningu og fjarri fjölskyldunni, segir fangelsastjórinn Tina Dam. 

Framsýn og stefnuföst áhersla á endurhæfingu  

Tina Dam helgar hluta eftirmiðdagsins viðtalinu við okkur. Tina Dam ólst upp í Sisimut snéri aftur til Grænlands eftir að hafa lokið námi sínu við Kaupmannahafnarháskóla í Eskimóamenningu. Í kjölfarið vann hún um árabil á barna- og fjölskyldusviði áður en hún tók við embætti fangelsisstjóra þann 1. júlí 2018. Það var það einkum sérstök áherslan á endurhæfingu sem vakti athygli Tinu Dam á stöðunni: 

– Mér fannst áherslan á endurhæfingu við stöðuna sérstaklega áhugarverð. Við leggjum meiri áherslu á endurhæfingu, þrátt fyrir að múrinn sé ef til vill tákn þess að okkur hafi miðað í öfuga átt. En einmitt vegna þess að við búum í fámennu samfélagi verðum við að hafa aðra áherslu en á refsingu refsingarinnar vegna. Niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið sýna að íbúunum finnst mikilvægt að þetta fólk eigi afturkvæmt í samfélagið. Umræðurnar hafa mýkst, meira en þekkist annarsstaðar. Við tölum til dæmis um ráðstöfun í stað refsingar. Refsingin er sjálf nægilega ströng en við beinum sjónum að breytingum á framferði, þá nær maður lengra. Umræðurnar eru öðruvísi og það sama á við um áherslur okkar, útskýrir Tina Dam.

Áhrif raunverulegs umhverfis á ataferli fólks  

Í grænlenskum fangelsum er endurhæfing í öndvegi og það verður gegnsýrandi þáttur í starfi stofnunarinnar, að föngunum verði ekki stíað frá umheiminum, heldur verði þeir virkjaðir í það samfélag sem óhjákvæmilega lifir áfram handan fangelsismúrsins. Í reynd mun það fara fram í gegnum færniþróun. Þess vegna er föngunum rétt og skylt að taka þátt í ýmiskonar starfsemi til þess að viðhalda virkni og til þess að fylla hversdagsleikann innihaldi og rútínu. Til þess að aðstoða við þetta verða ráðnir þrír atvinnumálaráðgjafar:

– Fangarnir, sem ekki fá að fara út, hafa tækifæri til þess að vinna. Það getur falist í vinnu við línur, viðhald á byggingunni og önnur störf sem eru einhvers virði fyrir fangana. Þar sem hafa heimfararleyfi mun þar að auki hafa tækifæri til þess að afla sér menntunar eða sækja færnieflandi námskeið. Við einbeitum okkur að því að efla hæfni fanganna, til þess að þeir fái verkfæri sem þeir geta nýtt sér þegar þeir komast út. Það er mikilvægt að þeim finnst þeim fara fram það hafa þeir venjulega ekki oft upplifað áður, segir Tina Dam. 

Hvað með réttlætiskenndina? 

Á meðan á viðtalinu stendur vaknar spurningin um um réttlæsiskenndina endurtekið. Fyrst og fremst vegna þess að í umræðunni er réttlætiskenndin erfið viðureignar. Torvelt er, ef ekki ógerlegt að ímynda sér hvaða tilfinningar vakna, þegar hlutaðeigandi borgari mætir fyrrum sakborningi á göngugötunni. Þrátt fyrir það verður nýja stofnunin í Nuuk dæmi um ákveðið stig af húmanisma sem byggist á sérstakri áherslu á endurhæfingu og endurfélagsmótun. Áhersla sem sprettur af þeirri hugmynd að þegar fyrrverandi fangar snúa aftur í fast heimili og fasta vinnu, þá munu þeir ekki lengur verða til vandræða í samfélaginu heldur þvert á móti. Vinna með fanga í stofnuninni á að tryggja að þessir meðborgarar geti í framtíðinni tekið virkan þátt þjófélaginu og lagt sitt af mörkum til samfélagsins til jafns við alla aðra. 

– Við vinnum út frá meginreglunni um samræmingu. Það á að vera eins eðlilegt og unnt er að afplána hér. Fangarnir eiga að sinna starfi sínu og svo framvegis, til þess að koma þeim í rútínu sem er þeim nauðsynleg þegar þeir koma út aftur. Að hafa atvinnu hefur jákvæð áhrif, og að þeir hafi eitthvað til þess að fást við þegar þeir fara á fætur. Við hvetjum þá til þess að fara á fætur á morgnana. Þegar þeir eiga frí, geta þeir ekki bara rölt um eins og þeim hentar. Þeir verða að mæta aftur hingað, geri þeir það ekki þá herðum við gripið, segir Tina Dam og bætir við: 

– Það verður erfitt þegar menn losna aftur, ef þeir verða ekki hluti af umhverfinu. Hér inni er hægt að hvíla í lítilli loftbólu, en þá verður stökkið erfitt. Og það reynist mörgum erfitt. Hér geta fangarnir lært í öruggu umhverfi. Að sjálfsögðu eru hér borgarar sem ekki eiga afturkvæmt en fyrir þá gilda langtíma aðgerðir. Það sem skiptir mestu fyrir þá hversdagslega er að þessu leiti mjög mikilvægt vegna þess að heimur þeirra verður svo afmarkaður. Miklu skiptir að við önnumst þessa borgara. 

Mikil eftirspurn eftir vinnuafli

Sérstök áhersla verður lögð á það sem skiptir meginmáli hversdaglega. Og það er mikilvægt út frá fleiri sjónarmiðum. Í augnablikinu er mikill vöxtur á Grænland: tölur um atvinnuleysi hafa aldrei verið lægri og fyrirtækin sárvantar hæft starfsfólk. Þess vegna mun stofnunin leika mikilvægt hlutverk því innan hennar getum við komið á hagstæðu umhverfi fyrir mun fleiri fanga til þess að snúa aftur til menntunar eða atvinnulífsins þegar þeir losna úr prísundinni:

– Við eigum gott samstarf við ótal fyrirtæki sem hringja til okkar af fyrra bragði til þess að fá starfsfólk frá stofnuninni. Við eigum erum líka í góðri samvinnu við grænlensku vinnumálastofnunina Majoriaq í sambandi við færniþróun og menntun. Í nýju stofnuninni með sérstakri áherslu okkar á endurhæfingu verður tækifærum til menntunar fjölgað. Það er ljóst að endurhæfing hentar ekki öllum föngum, en við munum róa að því öllum árum – í samstarfi við Fangelsismálastofnun Grænlands – að einstaklingar sem snúa aftur til lífsins utan múranna njóti þeirrar aðstoðar sem þeir hafa þörf fyrir, segir Tina Dam að lokum.