Ný tækifæri fyrir fræðsluaðila til þess að sækja um að bjóða upp á menntun í starfsmenntaháskóla

 
Menntun í starfsmenntaháskóla, Yrkeshögskoleutbildning eða YH-menntun, er ný tegund menntunar sem sameinar fræðigreinar og verklegt nám á vinnustað. YH-menntun er í boði í þeim geirum sem hafa greinilega þörf fyrir velmenntað starfsfólk. Innihald menntunarinnar byggir á þekkingu sem skapast hefur við framleiðslu á vörum  og þjónustu, og markmiðið er að menntunin leiði til starfs strax að loknu prófi. Innihald og efnistök menntunarinnar eru breytileg og fara eftir þörfum atvinnulífsins hverju sinni. Þetta skilur menntunina frá hefðbundinni háskólamenntun sem byggir á vísindalegum eða listfræðilegum grunni og beinist að því að uppfylla þarfir markaðarins til langs tíma.
Stofnunin fyrir starfsmenntaháskóla mun á næstunni auglýsa umsóknarfrest fyrir fræðsluaðila sem óska eftir að bjóða upp á menntun innan ramma starfsmenntaháskóla frá og með haustinu 2010. Umsóknafresturinn verður á tímabilinu 21. september og 29. október.
www.yhmyndigheten.se