Ný tækifæri til menntunar fyrir atvinnuleitendur

 

Fjórir af hverjum fimm atvinnuleitendum á Færeyjum hefur ekki lokið námi frá framhaldsskóla. Til þess að komast inn í framhaldsskóla verður að hafa góðar einkunnir úr grunnskóla (9. klasse) eða af almennri braut (10. klasse, eins árs nám að loknum grunnskóla). Þessar kröfur uppfylla margir þeirra sem eru án atvinnu ekki. Þess vegna hefur færeyski atvinnuleysistryggingasjóðurinn átt frumkvæði að því að atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að ná sér í réttindi til þess að komast inn í framhaldsskóla. Í samstarfi aðilanna þriggja felst að kvöldskólinn í Þórshöfn bjóði upp á undirbúningsnám í þeim almennu greinum sem samsvara 10. bekk. Menntamálráðuneytið ábyrgist viðurkenningu á námskeiðunum og atvinnuleysistryggingasjóður fjarmögnunina. Fyrstu námskeiðin hefjast 1. nóvember og hægt verður að ljúka prófi í febrúar 2012. 

Nánar á færeysku: Als.fo