Ný útgáfa af Næsta Skref

Ný útgáfa af vefnum Næsta Skref er kominn í loftið.

 
Ný útgáfa af Næsta Skref Ný útgáfa af Næsta Skref

Ný útgáfa af vefnum Næsta Skref er kominn í loftið. Miklar endurbætur voru unnar á samspili fjölda náms- og starfslýsinga, kerfi fyrir námsleiðir símenntunarmiðstöðva, skimunarlistum í raunfærnimati og viðmóti áhugakönnunar. Allt þetta ætti að skila mun betri notendaupplifun.

Næsta skef er upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf á Íslandi. Þar er að finna lýsingar á um 300 störfum og 150 námsleiðum, áhugakönnun, skimunarlista vegna raunfærnimats og upplýsingar um ráðgjöf og starfsemi símenntunarmiðstöðva.

Vefurinn er starfræktur og rekinn af FA.