Ný útgáfa um stefnu og kerfi fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf

Samstarfsnet um stefnumótun í ævilangri náms- og starfsráðgjöf (ELGPN) hefur gefið út nýjar leiðbeiningar fyrir þróun stefnu og kerfa fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf.

 
Markmiðið er að veita stjórnvöldum á sviði mennta- og atvinnumála tæki til þess að þróa stefnu um æviráðgjöf og til þess að þróa rágjafaþjónustu fyrir almenning og ólíka þjóðfélagshópa.
Í leiðbeiningunum eru þemu sem eru sameiginleg öllum geirum og tegundum þjónustu: stefnumótandi stjórnun, aðgengi, fjármögnun, upplýsingatækni, starfsfærni, gæðatryggingu auk menntun ráðgjafanna og hæfni. Þá er einnig að finna verkfæri til þess að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir mismunandi markhópa.