Nýjar aðgerðir er varða starfsmenntun fullorðinna

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018, sem sænska ríkisstjórnin lagði fram nýlega, er gert ráð fyrir áframhaldandi aðgerðum á sviði starfsmenntunar fullorðinna.

 

Þetta felur meðal annars í sér fjölgun nemaplássa bæði svæðisbundið og í starfsmenntaháskólum og háskólum. Fyrir starfsmenntun á framhaldsskólastigi er lagt til að verja rúmlega 1,2 milljörðum sænskra króna 2018 eða sem samsvarar 7.750 plássum. Samtals verða 31.500 nemapláss á framhaldsskólastigi hjá sveitarfélögunum á næsta ári. Auk áherslunnar á fjölgun nemaplássa leggur ríkisstjórnin til að 315 milljónum verði varið til þess að efla gæði starfsmenntunar og bæta forsendur til að breikka framboð starfsmenntunar. Ríkisstjórnin leggur ennfremur til hækkun á framlögum til starfsmenntaháskóla svo þar verði til 1.100 ný nemapláss. Til þess að takmarka skort á verkfræðingum verður 20 milljónum sænskra króna á næsta ári varið til stigvaxandi útvíkkunar á verkfræðimenntun með auka fjárframlögum fra til ársins 2023. Til þess fjölga þeim sem geta stundað nám og bæta hag þeirra leggur ríkisstjórnin til að hækka námsstyrki um um það bil 300 krónur á mánuði frá og með 1. júlí 2018.

Meira