Nýjar reglur um framlag til alþýðumenntunar

 
Samkvæmt frumvarpinu mun framlag ríkisstjórnarinnar aldrei verða hærra en sem nemur 85% af viðurkenndum kostnaði fræðsluaðila. Framlaginu er ætlað að mæta kostnaði við stjórnun, leshringi og námskeið auk kostnaðar vegna sérstakra þróunarverkefna eða annarra sérverkefna sem snúa að fræðslustarfinu. Fræðsluaðilar geta einnig fengið styrk til fyrirlestra og námsstefna. Með frumvarpinu hyggst ríkisstjórnin endurskoða markmið og tilgang alþýðufræðslunnar, sem er að hvetja til sífellds náms allt lífið, virkja þegnana og efla lýðræðið auk þess að hvetja til samfélagsþátttöku. Til þess að fá styrk verður starfsemin að vera samkvæmt markmiðunum.
Frekari upplýsingar á slóðinni