Nýnemaplássum við háskóla fjölgað um 3000

Með því að fjölga plássum fyrir nýnema er ætlunin að flýta yfirfærslu nemenda yfir í háskólanám. Á skólaárinu 2014-2015 mun plássum fyrir nýnema í háskólum í Finnlandi fjölga samtals um 1.507 og um 1.493 í fagháskólum.

 
Nýnemaplássum við háskóla fjölgað um 3000 Johannes Jansson/norden.org

Nýnemaplássin verða flest á sviðum þar sem mikil þörf er fyrir starfsmenn og á þeim sviðum sem auknum vexti  og samkeppnishæfni er vænst. Ákvarðanir um úthlutun nýnemaplássa var tekin á grundvelli umsókna frá háskólunum. 

Af nýjum plássum við fagháskólana eru nær 80 prósent ætluð til náms á sviði heilbrigðis- og félagsmála, en þörf fyrir fólk með slíka menntun er brýn og umsækjendur eru einnig margir. Ný pláss við háskólana eru einkum í viðskipta- og tæknigreinum. Samtals verður 123 milljóna evra varið til þess að auðvelda móttöku mikils fjölda umsækjenda þar með talið til  þess að mæta auknum útgjöldum til búsetu- og námsstyrkja og lána.

Nánar...