Nýr einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum

Nú hefur nýr einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum verið birtur á heimasíðu NVL

 

Í nýja einblöðungnum um gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum sem nýlega var birtur, geta þeir sem starfa við að meta raunfærni sótt leiðsögn við íhugun um gæði raunfærnimatsferlisins, við að bera kennsl á mikilvæga stefnumótandi þætti raunfærnimatsferlisins auk þess að ná árangursríkum niðurstöðum fyrir alla hagaðila. 

NVL birtir að jafnaði einblöðunga, sem á auðskilinn og samþjappaðan hátt miðla mikilvægum atriðum til þeirra sem hafa þörf fyrir stutta kynningu á efni eða skýrslu. 

Einblöðungur um gæðalíkan fyrir raunfærnimat er aðgengilegur á ensku og hægt er að nálgast hann hér. Einblöðungurinn byggir á skýrslunni Gæðalíkan fyrir raunfærnimat, Quality in Validation of Prior Learning.