Nýr formaður Samtaka um alþýðufræðslu

 
Nýi formaðurinn bendir á að framlag kvöldskólanna sé afar vanmetið. Fólk sækir kvöldskólana af einskærum áhuga og eykur um leið færni sína til náms og starfs. Þátttaka á dans- og íþróttanámskeiðum kvöldskólanna hefur mikla þýðingu fyrir heilbrigði þjóðarinnar. Anna Birgitte Lundholt lýsir eftir aukinni stjórnmálalegri vitund um alþýðufræðsluna: „Eitt af mikilvægustu verkefnum mínum, sem formaður, er að setja alþýðufræðsluna hærra á forgangslista stjórnmálanna. Og það er ögrandi verkefni sem ég hlakka til að takast á við“ segir hinn nýkosni formaður.
Fréttatilkynninguna alla má lesa á www.fof.dk