Sveinn tók við störfum þann 1. júní 2016 af Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur sem lét af starfi sökum aldurs. Sveinn var framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs í 10 ár og skólameistari Garðyrkjuskólans á Reykjum síðar Landbúnaðarháskóli Íslands. Sveinn hefur MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og doktorspróf í líffræði frá Háskólanum í Lundi.
Nánar