Nýr framkvæmdastjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

Sveinn Aðalsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Sveinn tók við störfum þann 1. júní 2016 af Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur sem lét af starfi sökum aldurs. Sveinn var framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs í 10 ár og skólameistari Garðyrkjuskólans á Reykjum síðar Landbúnaðarháskóli Íslands. Sveinn hefur MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun fyrirtækja frá Háskóla Íslands og doktorspróf í líffræði frá Háskólanum í Lundi.

Nánar