Nýr fulltrúi Íslands í NVL

 
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir hefur störf sem íslenskur fulltrúi í NVL þann 1. október 2008.  Arnþrúður Ösp mun starfa hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í Reykjavík, stofnunina sem hýsir NVL á Íslandi, samhliða starfinu hjá NVL.  Arnþrúður Ösp lauk kennaranámi í Danmörku og listmenntun frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands.  Hún hefur starfað við kennslu og listir og undanfarin ár hefur hún verið forstöðumaður kennaranáms við Listaháskóla Íslands.